fimmtudagur, apríl 20, 2006

Tíminn líður hratt á gervihnattar öld

Þá eru páskarnir búnir og átti ég nokkuð rólega en samt ekki rólega páska fékk Gústa í heimsókn og það er nú yfirleit ekki mikið um róleg heit hjá okkur, en samt sem áður þá var nú samt ansi rólegt fórum nú bara tvisvar í bæinn á þessum fjórum dögum sem hann var hjá mér, enda er maður byrjaður að eldast(gerist á hverjum degi) og svo var verið að spara peninga(eða hum um orðum aðeins, ég á enga peninga það er það sama og spara hjá mér :) )

Skólinn er svo byrjaður á fullu, það er alltaf erfitt að komast í gírinn eftir 10 daga frí en þetta er nú allt að gerast, erum byrjaðir á öðru verkefni sem tengist nú samt því sem við erum búnir að vera að gera eftir áramót. Kanski að segja að við erum að byrja á nýjum fasa í verkefni vetrarins og eigum að skila því 23 maí.(gaman og ekki gaman að því) Verður mikil skrif (er það finnska eða mennska? og ef það er finnska hvað í and... er það þá?). Það er því miður ekki mín sterkasta hlið og þá sérstaklega á dönsku (en tökum íslenska háttinn á þetta "þetta reddast")

Vill ég nú samt óska henni Lajlu Beekman til hamingju með glæstan árangur í módelfitness keppninni, sem var haldinn 14. apríl síðastliðinn í sjallanum á Akureyri. Náði massa gellan þar 2 sætinu og var á kantinum á verðlauna pallinum með glæstan sigur og 8 punda bikar, ekki slæmt það. Til hamingju Lajla :)


hér eru fleiri myndir

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehe takk fyrir ;)...og nú verður spennandi að sjá hvað ég næ að halda mér í þessu formi lengi... hummm mánuð kannski hehe ;)

21 apríl, 2006 20:28  
Blogger Hvar er Axel!!! said...

Mánuður er alltaf mánuður sko. ;)

22 apríl, 2006 14:59  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja frændi.. er kominn í ruglið .. stebbiey.blogspot.com ... kíktu á hana

24 apríl, 2006 12:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Langaði bara að segja hæ og smella á þig einum:* Sjáumst vonandi á msn í kvöld;) Luv u:*

25 apríl, 2006 12:52  

Skrifa ummæli

<< Home