þriðjudagur, mars 28, 2006

Myndir

Hjalti brósi sendi mér nokkrar myndir, aðalega samt af Nesi(Snotrunes, sveitabærinn sem móðir mín myndarlega ólst upp á)en þar er verið að taka allt í gegn Þorkell(faðir minn) er alveg ótrúlegur í þessum framkvæmdum sínum og vonandi að maður verður jafn orkuríkur og framkvæmda glaður þegar maður er að skríða í sextugs aldurinn. Fyrir þá sem ekki vita þá er hann og nátúrulega Anna gerður(móðir mín myndalega) búin að gera upp Hafursá(sveitabærinn sem faðir minn ólst upp á)seinustu árinn, byrjuðu á því 95 að ég held. En það hús var metið óíbúðar hæft þegar þau byrjuðu og get ég ekki sagt annað en að það sé ansi íbúðar hæft núna. Svo ég móðgi nú ekki nein (og þá sérstaklega ekki móðir mína) þá verð ég að segja að hún er náttúrulega ótrúlega orkusöm og held ég nú að hann faðir minn væri nú ekki að standa í þessu öllu ef hún væri ekki við hliðinna hans til halds og traust. jæja þá er ég farinn en vill bara minna ykkur á mamma og pabbi að ég elska ykkur og eru þið svo sannarlega það fólk sem ég lít mest upp til.

Kveðja Sindri

He he var búinn að setja þetta á bloggið mitt og fatað þá að það vantar linkinn á myndasíðuna. Hann er bæði hér á hægri hönd og svo geti þið líka klikkað á mig

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Komnar fleiri myndir frá Nési.

29 mars, 2006 10:22  
Blogger Siggihp said...

Fjandi góðar myndir, andsk. öflugt lið á Nési að vanda
Vonandi nýtast páskarnir vel ;)

Frændfólk í Kópavogi,
Sigrún Jóns & co.

05 apríl, 2006 23:51  

Skrifa ummæli

<< Home