þriðjudagur, apríl 25, 2006

Sá vikulegi

Það er nú búið að vera ansi rólegt hjá mér síðan seinast að ég skrifaði.

Spilaði að vísu fyrsta leikinn með Heklunni á grasi seinasta miðvikudag og unnum við 3-7. Alltaf gaman að vera kominn á grasið maður er eins og belja ný sloppinn úr fjósinu á vorinn.

Helginn var róleg, að vísu var teiti hér á langelandsgade 108 á föstudeginum(nánar tiltekið um kvöldið maður er nú ekki alveg orðin svo harður að taka daginn í þetta) endaði það með bæjarferð til 5 um morgunninn.

Laugardagurinn er nú yfirleitt þynku dagur mikill hjá mér, það var farið og fengið sér að éta og svo leigt videó og þar sá ég eitthvað kærustu par að nálgast þrítugt alveg að deyja úr ást, kyssandi og kjammsandi við það að velja sér nammi "FÁIÐ YKKUR HERBEGI OG DRULLIÐ YKKUR SVO ÚT" langaði mér að segja, ekki langar mér að sjá það vera að skiptast á slefi á meðan ég er í biðröð dauðans með spólu í hendinni, nammi í hinni, ansi óglatt eftir allt þetta átt og hlakkandi til að taka þynnku skituna þegar ég kem heim. Kvöldið var rólegt og var það bara tekið á netinu.

Sunnudagur: já hann var þarna bara.

Mánudagur: skóli einhver vinnuheimsókn í fyrirtækji sem býr til timbur(menn)einingar.
Fyrsta fótboltaæfinginn á grasi um kvöldið, vorum að fá nýtt æfingar svæði sem er ágætis skítur en samt einn galli, það eru 6,5 km. þanngað frá mér og svo ef menn geta lagt saman 6,5 heim aftur, 13 km. sem sé í allt en ég var nú ekki viss hvar þetta var alveg þannig að ætli þetta hafi ekki farið í einhverja 16-17 km. í allt + tveggja tíma æfing. Enda er ég ansi þreyttur og lurkum laminn(eftir heimsóknina í fyrirtækið því þar eru lurkar, en ekki á fótbolta æfingu(VÁ hvað þessi er langsóttur))í dag.

Jæja ég er farinn útí sumarblíðuna hér, sól og 15 gráður :)

Kv Sindri lurkur

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

komdu heim kútur, það er spá 18 stigum hér á föstudaginn;) kiss kiss

27 apríl, 2006 00:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Tek undir þetta með The Doll. Hitinn fer hækkandi og sé það fyrir mér að á morgunn að Drollarinn og drullumallarinn Guðmundur verði á þveng í vinnunni á morgunn ef þessar hitatölur ganga eftir he he.
Hjalti.

27 apríl, 2006 12:30  

Skrifa ummæli

<< Home