miðvikudagur, apríl 25, 2007

Veðrið leikur við hvern sinn fingur þessa daganna



Já það er ekki hægt að kvarta yfir því og ef það er eitthvað sem hægt er að kvarta yfir já þá er það að þurfa að sitja inni að læra á meðan þessu stendur.

Eins og alþjóð veit þá var ég í prófi seinasta fimmtudag og gekk það bara hel... vel ég og hópurinn minn Happy Times Inc. rúlluðum þessu upp og í gær fengum við svo að vita hvernig kennurunum leyst á þetta og höfðu þeir nú ekkert mikið að segja nema jákvæt, sem er jákvæt(en ekki hvað). Fengum að vísu ekki einkunn í þetta skipti en loka prófinu þá verður tekinn meðaleinkuninn á þessum fasa sem við vorum að klára og næsta fasa sem við erum að byrja á.

jæja best að fara að hjóla af stað í skólann og njóta þess litla sem maður getur af þessu veðri.

Sindri biður að heilsa og hérna Axel hvenær ætlaðir þú að koma heim úr fríinu?

3 Comments:

Blogger Drekaflugan said...

Já, það er nú sem betur fer bara apríl. hvernig er það, ætlarðu ekki að vera úti yfir sumarið eða ferðu heim?? Spyr bara, því eftir 1. ágúst, sérð þú víst ekki mikið meira af mér nema heima á klakanum.

kv
Gun

01 maí, 2007 14:23  
Blogger Hvar er Axel!!! said...

Ég er ekki alveg búinn að ákveða mig hvort ég verði hér eða fer heim en ég er svona 80% viss um að fara heim á klakann í mánuð eða svo til að vinna maður fær bara meiri pening þar en hér.
En hérna já ég verð nú að koma að heimsækja ykkur áður en þið farið.
Á að fara á kelduna?

02 maí, 2007 07:51  
Blogger Drekaflugan said...

nei, held ekki í þetta skiptið. Kíkjum kannski á sunnudeginum og sjáum Djörk slútta festivalinu. Ætlar þú að skella þér?

16 maí, 2007 22:00  

Skrifa ummæli

<< Home