föstudagur, október 27, 2006

jæja ég er enn á lífi og líður ágætlega er búinn að vera þungur seinustu vikur og er búinn að forðast að hafa samband við umheiminn og er þetta nú partur af þessu þunglyndi mínu og félagsfælni sem ég þjáist af, ég er nú búinn að sæta mig við þetta og verð að lifa með þessu og er aðeins byrjaður að kunna á sjálfan mig og hvað það sé sem gerir mig þunglyndan, stress og þreytta er það sem dregur mig mest niður.Ég byrjaði á lyfjunum fyrir tveim vikum og get ég ekki sagt að þau sé að virka að fullu enn þá en þetta hlýtur að fara að koma.
En ástæðan fyrir að ég er að blogga er sú að ég var að lesa grein um föður sem á þroskaheftan son og gerir ansi mikið fyrir hann til að fá hann til að brosa, hleypur maraþon með hann í hjólastól, syndir með hann, hjólaði með hann yfir endilöng Bandaríkinn og ýmislegt í þeim dúr, ég áttaði mig á því við þessa lesningu að það er gott að hafa einhvern að sem stendur við bakið á manni og hvetur mann áfram bæði á góðu stundunum og þeim slæmu fólk sem gefst aldrei upp á manni þó svo að maður geti verið óþarflega leiðinlegur, þrjóskur og stundum skilur það ekkert hvað maður er að gera hérna en heldur samt áfram að hvetja mann. Þetta eru þeir foreldrar mínir Anna Valgerður Hjaltadóttir og Þorkell Sigurbjörnsson, eðal fólk sem ég mæli með að fólk kynni sér ef það hefur ekki gert það fyrir :) Þau eru fyrirmyndir mínar í lífinu og er ég ánægður að þau hafi alið lítla, rauðherða, útstæða eyrna, frekknótta, þrjóska, freka, jafn óþolandi og yndisleg Sindra upp. Ég elska ykkur bæði.

Hér getiði séð þessa grein sem ég var að tala um og séð myndband líka um þá feðga.

8 Comments:

Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Vá, Sindri. Þú verður að hætta að taka þessi lif. Jeg efast ekki um að þetta sé allt satt og rétt sem þú segir en... vá... ég var næstum búinn að gefast upp á þessari lesingu. En... vá... ég komst yfir þetta, held samt ég verði nú bara að heyra í þér við tækifæri, því eins og ég hef áður sagt... hei, vá.
bæ þó veil. ég, Ingi, Máni, Bjössi, Böggi, Vigfús, ÓliSteini og Gummi (hver er nú það) ætlum að draga þig til köben helgina 17.nóv. er það mögulegt.

28 október, 2006 16:35  
Blogger Halla og Ragna said...

Vííí... it´s alive! Farðu vel með þig pjakkur. Hlökkum til að sjá þig í desember. Knús og kossar frá Cairó.

30 október, 2006 09:12  
Blogger Halla og Ragna said...

p.s. megum við fá link :)

30 október, 2006 09:13  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ krúttmundur, djö er langt síðan ég hef séð í trýnið þitt. Skemmti mér mjög vel við að horfa á ´´hláturinn´´ hló mikið með, lifði mig vel inn í þetta, þó svo að ég vissi ekkert hvað var um að vera frekar en þið sjálfir. Hafðu það gott Krúttmundur.

31 október, 2006 22:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Satt hjá þér Sindri, hef nú ekki litið hér við lengi en ég get ekki betur séð að þú sért að takast á við þetta vandamál. Flott hjá þér og ég er bara stoltur af þér.
kv. frá Íslandinu Lífsglaði Vörubílstjórinn.

11 nóvember, 2006 23:28  
Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Það er orðið svolítið erfitt að ná á þig kútur, hvað þarf maður að gera?

13 nóvember, 2006 17:01  
Anonymous Nafnlaus said...

Heihei Sindri!
Þetta er ekkert smá blogg hjá þér maður! Úff verð bara samt að segja þér að ég skil þig eins og þú veist og ég innilega vona að þetta sé samt bara dimmur dalur sem þú ert staddur í akkúrat núna á þessum tímapunkti í lífinu en náir þér fljótlega á skrið og farir að geta horft á allt það bjarta og góða sem þú hefur í lífinu sem þú átt!
Því það er fullt það er bara erfitt oft að koma augum á það þegar manni líður svona verst :/

En annars eru ég Ingi og Bjössi að koma til danmerkur 15 nóv og verðum í köben yfir helgina, ég og ingi verðum sennilega allan tímann í köben en bjössi ætlar í óðinsvé fyrst og koma síðan með öllum drengjunum á föstudaginn.
Þetta verður vel valinn hópur allir við gömlu saman það væri snilld ef þú gætir komið til köben eitthvað, við verðum á gistiheimili einhverstaðar í köben og nóg af gistingu fyrir alla sem vilja held ég :)

en ég er búinn að vera reyna hringja í þig í símann sem ég er með hjá þér en hef ekkert náð er ég örugglega með rétt númer??004526600559??
en ég er bara með gamla gemsann minn 8685728 heirðu í mér!
kv Óli Steini

13 nóvember, 2006 23:50  
Anonymous Nafnlaus said...

Mar er bara komin með áhyggjur af þér....

skvis.

23 nóvember, 2006 17:40  

Skrifa ummæli

<< Home