Júgóvision
Eins og sannur íslendingur þá horfði ég á eurovision í gær, en bjóst nú ekki við að Eiki rauði mundi komast áfram. En það er nú alltaf gaman að hlægja af þessu öllu saman og finnst mér það nú gott fyrir þessa keppni að tískubylgja hefur ekkert verið að tröllríða austantjaldslöndunum seinustu áratugi. En þau lönd sem eru eitthvað að reyna halda í einhverja tísku taka Stelpurnar á horninu til fyrirmyndar(ef þið skiljið hvað ég meina).
Jæja muniði að kjósa Svíþjóð eða Finland á laugardaginn og ef þið eruð í einhverjum vafa hverjir það eru þá eru þau ekki með sítt að aftan né í snípa síðum fötum.
Jæja muniði að kjósa Svíþjóð eða Finland á laugardaginn og ef þið eruð í einhverjum vafa hverjir það eru þá eru þau ekki með sítt að aftan né í snípa síðum fötum.
6 Comments:
Já það voru þarna nokkrir flytjendur sem minntu óneitanlega á "stelpurnar" í Berlín, í lífstykkjum utanyfir... Vantaði bara mittisbuddurnar og hvítu stígvélin.
En já júgóvision er hið rétta nafn á eurovision í dag
Bíddu..... er fólk hætt að lesa blogg???
Ekki þessi, þó svo hann forðist að jafnaði að skilja eftir sig nokkur spor..
heheh mér fannst hún þarna frá Lesbíu (Serbíu) ótrúlega ógeðsleg bara. Oj bara ég er brjáluð út af þessari keppni
Ég varð brjálaður yfir því að Eiki komst ekki áfram:( en gaman að sjá að þú getir hriflað eh niður endrum og nær Sindri minn;)
Hvernig er það er svona mikið að gera hjá þér frændi? Ég bíð og bíð eftir að sjá eitthvað nýtt frá þér. Ég skil ekkert í að þú skulir ekki vera búinn að núa okkur upp úr góða veðrinu í Danmörku. Við eymingjarnir sem sitjum enn í vorhretinu endalausa.
Skrifa ummæli
<< Home