föstudagur, febrúar 22, 2008

bla bla bla

Það er að frétta af mér að ég er búinn með fimmtu önnina hér í byggingarfræðinna og eru þá bara 6 - 7 annirnar eftir. Var hel.. busy á þeirri fimmtu og var nú ekki mikið heima hjá mér seinustu tvo mánuðinna, ekki til mikilar gleði Dilju. En þetta borgaði sig þar sem ég kláraði 5 önnina með 12 í einkunn sem er það hæsta sem maður getur fengið, en þið megið ekki halda að ég sé einhver snillingur en vinnu alki er ég samt. En það var mjög gaman að uppskera erfiðið svona vel. Eftir prófið sem var 9 janúar þá komu þrjár vikur í valfagi en tók ég valfag sem heitir sustainible design and new energy demands, s.s. á íslensku: umhverfisvæn hönnun og nýju hitatapsreglurnar(þetta hljómar örruglega gríðalega spennandi hehe) en þetta var gaman get ekki neitað því og þetta er líka framtíðinn í byggingar iðnaðinum í heiminum stóra þar sem er verið að byggja umhverfis vænt og reynt að nota eins litla orku og hægt er til að framleiða hlutina og helst eftir 100 ár þegar á að rífa húsið og að það sé þá hægt að endurnýtta hluttinn, t.d. tré, það er gott dæmi um umhverfisvænan hlut. það vex sjálft þannig að það fer ekki mikil orka í það frá verksmiðjum, það fer ekki mikil orka í að framleiða spýtuna eftir að tréið er höggvið, það er hægt að byggja flest allt úr viði sem sé hús og svo eftir hundrað ár er hægt að nota þetta í brenni, kurla þetta, pappír og allt en þetta var bara dæmi,því að ef það á að nota tré í öll hús þá fara skógar heimsins líka að minnka og allt það þannig að það verður líka að hugsa um að fyrir hvert tré sem er tekið þá verður að planta öðru. þetta er svona hugmyndinn( vona að þið séuð enn að lesa) eftir valfagið þá var viku frí og fór ég og Dilja til Hamborgar að tjilla og kynnast á ný. Hamborg er ansi falleg verð ég að segja og bjóst ég ekki við öðru en mellum og sjóurum þar en þetta er mikill viðskipta borg og mikil saga sem maður getur séð með eigin orðum, en mellurnar og sjóarnir eru nú líka þarna en það hverfi heitir St. Pauli og fórum við og heilsuðum uppá þær.
Núna er 6 önninn í gangi og ég er svo að fara í praktik í lok apríl og í 10 vikur.

en það er ekki meira í bili.
bið að heilsa
Sindri