laugardagur, maí 03, 2008

Lífið í Dí kæ

Þá er maður búinn í skólanum í bili og þarf ekki að hugsa um hann fyrr en í lok ágúst sem er hel... fínt, það verður mín seinast önn í Cirkus Bering(Vitus Bering) og útskrifast ég þá í janúar 2009 það er ótrúlegt að þetta sé að klárast og ég trúi því varla, þetta búið að vera ansi fljót að líða og ég sem hef bara tekið eina önn í einu( já það er ekki hægt að taka margar í einu) og ekki verið að hugsa of langt fram í tíman. En já ég er sem sé á 6 önn núna og hún er tví skipt 10 vikur í skóla sem ég kláraði 23 Apríl og fékk ég 7 í einkunn á dönskum mælikvarða, ég veit nú ekki alveg hvernig sé hægt að túlka það á íslenska mælikvarðanum en það eru bara tvær einkunir fyrir ofan 7 og það er 10 og 12 þannig að þeta hlýtur að vera 8 á íslenskum mælikvarða. Svo núna er ég í Praktik (starfs þjálfunn) hjá fyrirtæki sem heitir aart og er staðsett hér í Århus, verð ég í 10 vikur hjá þeim eða fram til 4 júlí. Þetta legst vel í mig og er ég búinn að læra það mikilvægasta í svona fyrirtæki og að er hvernig maður gerir kaffi hehe. Ég hef á þessari fyrstu viku verið að gera hitt og þetta í hinum verkefnum, en á mánudaginn er ég svo að fara að vinna með öðrum byggingarfræðingi í verkefni sem verið er að byggja hér í Århus, það er verið að byggja við gamalt hús skrifstofu byggingu og vantar bara vinnuteikningar fyrir verkamennina. Mjög týpiskt að það sé byrjað að byggja það og það vantar vinnu teikningar, maður hefur nú lent í því áður.

Ég er svo að spila fótbolta með Spark fjelaginu Heklu (þetta j í fjelaginu er ekki villa og er það meira segja í reglum félagsins að þetta eigi að stafast svona)og erum við að spila í 11 neðstu deild hér í Danmörku. Hefur okkur gengið ansi vel, erum taplausir, bæði eftir 5 leikja æfinga mót og svo er deildinn byrjuð og þar er búið að spila tvo leiki og hafa þeir báðir unniðst(vá þetta er ekki auðvelt orð, ég vann, við unnum, þeir unnu bla bla bla bla bla sjíta klerkur mér er að fara aftur í íslenska tungumála)og í dag klukkan 16:00 sækjum við heim top lið deildarinar og verður gaman að sjá hvernig það fer.
Hér er krækja á SF Heklu og svo er hér líka krækja á deildina sem við erum í

Jæja það er ekki meira í bili

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Herru ég kem fjórða júli :) Biðst innilegrar afsökunar að hafa gleymt þér, býð þér upp á einn(eða fjórtán) kaldan þegar ég kem :)

07 maí, 2008 00:02  
Blogger Hvar er Axel!!! said...

amm tek því

15 maí, 2008 12:14  
Blogger jenny said...

eg er ekki satt.....

01 júní, 2008 15:36  
Blogger Hvar er Axel!!! said...

það finnst mér leiðinlegt að heyra jenný mín, hvað get ég gert svo að þú verðir sátt??

02 júní, 2008 06:16  

Skrifa ummæli

<< Home