fimmtudagur, júní 28, 2007

Góan dag

Þetta blogg mitt er nú alveg að deyja hjá mér.

Það er nú alltaf eitthvað fyindið að gerast hjá mér, ég bara fæ mig ekki í það að koma því hérna inná bloggið, það er bara eins og það sé einhver stífla í mér og bara kem þessu ekki útúr mér.

Ég er búinn að fá vinnu sem smiður á hóteli sem er verið að byggja hér í Hrossanesi þannig að ég verð hér í sumar, þannig að ef einhver vill heilsa uppá mig þá er öllum velkomið að koma í heimsókn og gisting með morgunn mat er ansi ódýr miðað við há sumar ;). Einu staðfestu heimsóknirnar eru tengdó í lok júlí og svo Almar Logi miðjan ágúst, þannig að það er ekki uppbókað, en fyrstir koma fyrstir fá.

Jæja það er nú ekki meira í beli þannig að ég ætla að drífa mig í skólann í valfagið mitt sem er fríhendis teikning og vatnslitunn, og verð ég að segja að ég teiknaði eins og fimm ára strákur en hef nú komist upp í níu ára aldurinn í teikni þroska þannig að það eru ekki nema svona 2000 tímar í viðbót í æfingu og þá verð ég kominn á minn aldur í teikningu :).

Bið að heilsa ykkur og takk fyrir öll komentinn það er alltaf gaman að lesa þau.

P.s. Veðrið er búið að vera ömurlegt hér rigning og aftur rigning seinustu tvær vikur og þannig á þetta víst að halda áfram næstu vikuna, "RASSGAT".

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

híhí.. komin tími á að við fengum smá sól hér á klakann... ætli við höfum ekki fengið sólina ykkar. verðum að skiptast á skoh...!! ;-)

28 júní, 2007 09:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Bara ritstífla í kallinum heh en það kemur fyrir bestu menn. En hvað segiru að fokhelt herbergi kosti þarna?

29 júní, 2007 20:20  
Blogger Hvar er Axel!!! said...

Fokhelt herbegi er það dýrasta sem maður getur pantað hér þar sem það er mesti undirbúningurinn og síðan er líka mesti frágangurinn á því. Örygis handbókinn segir líka sitt þar sem þetta stenst ekki 5 katigoríu brunnareglugerðarinnar þannig að örygis búnaður þarf að vera ansi mikil. við erum að tala um að verð á bilinu, morgunmatur í rúmið fyrir mig :)

30 júní, 2007 06:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Bóka hér með 2 manna herbergi með fullri þjónustu og þá meina ég Blindfullri þjónustu.

02 júlí, 2007 19:36  
Blogger Netfrænkan said...

Þú getur víst verið þakklátur fyrir að hafa skippað Hróarskeldu í ár. David hennar Sigurbjargar tjaldaði snemma en náði aldrei að gista því tjaldið breyttist strax í sundlaug. Það getur verið varasamt að sofna í sundlaugum.

08 júlí, 2007 13:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Blessaður gamli! Ég kem út núna í lok júlí og þyrfti að kíkja á ykkur einhverntíman í haust. Sömuleiðis verðiði að láta mig vita ef þið komið til Köben! Heyri í þér seinna mr axel. Ingi Björn

08 júlí, 2007 22:29  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha ja ég hef sennilega efni á þvi svei mér þá...ekki viss um að Inga myndi leifa mér að gera það nema einu sinna:O

10 júlí, 2007 20:36  

Skrifa ummæli

<< Home