fimmtudagur, júní 07, 2007

Gildur limur í ríðingafélagi

Já færeyska er fyndið tungumál fyriri okkur íslendinga fyrirsögnin þýðir sem sé, sum sagt "gildur meðlimur í hestamannafélagi"

Ég er búinn að vera ansi busy seinustu vikur út af skólanum og er svo að fara í próf á næsta fimtudag 14 júní, eða sem sé að fara að verja verkefnið mitt þannig að hópurinn og ég erum að reyna að klára seinustu útreikningana og svo auðvita allar teikningar sem eiga að fylgja. Ég get ekki sagt annað en að ég er ansi stressaður og vildi gjarnann vera að gera mun betur en mér finnst ég vera að gera. En að visu leiti þá finnst mér ég vera sigurvegari því ég hef aldrei lagt jafn mikið á mig í skóla og ég er að gera núna er búinn að vera seinustu tvær vikur í skólanum frá átta á morgnana til svona átta, níu tíu, ellefu og slóg met í gær með að koma heim um tólf. En samt finnst mér ég ekki vera að ná að klára það sem ég á að klára. En ég er að gera mitt besta og meira get ég ekki gert. Er samt búinn að ákveða að á næstu önn munn ég leggja meira á mig og slúta þessu með stæl þetta er bara allt spurning um smá skipulag :)

Svo ofan í þessa törn hérna er eitthvað lítið gult gerpi að sýna sig alltaf hreint og ég bara inni að deyja úr hita. Vona bara að gerpið muni líka vera að sýna sig þegar ég er búinn í prófinu.(maður er svo mikill íslendingur í sér og svo í minn fjölskyldu erum við líka alltaf í brúnku keppni þannig að mamma og Hjalti þetta verður burst þetta sumarið)

Ég hef eiginlega ákveðið að vera hér í DK í sumar sótti um vinnu í gær og eru allar líkur á að ég fái hana. Synir Utzon (Arkitektsins sem teiknaði óperuhúsið í Sydney) eru hér með hótel í bygingu( og ekki get ég sagt að þeir hafi ert hæfileika föður sinns í byggingarlist) og það á að vera búið í september og eru þeir komnir á eftir áætlunn með það. Þannig að miklar líkur eru að ég fái vinnu þar í sumar :)

Jæja ekki meira í bili nema smá sýnishorn af veðrinu næstu fimm daga :)

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ja tetta próf reddast fínt, maður er alltaf stressaður fyrir tetta helv og svo tegar allt er búið tá skilur maður ekkert af hvjur maður var svona stressaður:S En gott hjá tér að sýna sólina...nú langar mig heim aftur.................

07 júní, 2007 08:38  
Blogger Hvar er Axel!!! said...

hehe já það er ekkert betra að vera í færeyjum en Rvk alltaf rigning. hehe ekki eins og fyrir austan og stundum á norðurlandinu ;)En hvað segir kallinn hvar verður þú í sumar?

07 júní, 2007 13:12  
Anonymous Nafnlaus said...

Þeir verða nú ekki vandræðum með að hrófla upp húsinu með þig innanborðs svo það er ekki spurning að þeir ráði þig í vinnu.
Kveðja úr rokinu og rigningunni óendanlega hér í Reykjavíkinnil.

07 júní, 2007 13:28  
Anonymous Nafnlaus said...

öss maður... mig langar í svona veður :)vona þú hafir það gott í sumar. maður á samt eftir að sakna þín sko. En vonandi ekki langt þangað til ég kem út, eins gott að ég komist inn... :) Vona að þér hafi gengið vel að verja verkefnið. :)

07 júní, 2007 15:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú rúllar þessu upp :)
Það er eins gott að þú sýnir mér hvernig maður fer að því að vera svona duglegur í skólanum..
Hlakka endalaust til að koma, tala nú ekki um ef við verðum svo nágrannar :) og skemmir ekki fyrir að fá svona góðar fréttir af veðrinu. Allavega ég er á leiðinni,, draslið fer úr höfn á miðnætti í kvöld þannig að það er ekki aftur snúið.
Takk aftur fyrir kíkið fyrir mig.. eftir að ég talaði við þig fór mig virkilega að hlakka til
Bið að heilsa gula gerpinu ;)

07 júní, 2007 16:10  
Blogger Hvar er Axel!!! said...

Guðlaug: Nei enda sagði ég þeim það að ef þeir vilja komast aftur á áætlun þá væri ég maðurinn í það verk ;)

Árný: Jam það verður leiðinlegt að sjá þig ekki, en eins gott að þú komist inn annars veit ég hvar þú átt heima hehe.;)

Ásgerður: herru það var minsta málið að kikja á íbúðina fyrir þig og ég skal tala við gula gerpið svo það sýni sig nú líka þegar þú kemur út :)

08 júní, 2007 05:08  
Anonymous Nafnlaus said...

Ojj...skítaveður...

knúsar,

Skvís.

08 júní, 2007 23:58  
Anonymous Nafnlaus said...

Ástarkveðjur frá ísalandinu kalda
;*

11 júní, 2007 17:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Hurru hérna er bara sól og sumar allt í einu en ég fer til ísl. 13 júli. Hvað með þig? og afhverju virkar þetta msn dæmi ekki?

11 júní, 2007 19:46  

Skrifa ummæli

<< Home