föstudagur, október 27, 2006

jæja ég er enn á lífi og líður ágætlega er búinn að vera þungur seinustu vikur og er búinn að forðast að hafa samband við umheiminn og er þetta nú partur af þessu þunglyndi mínu og félagsfælni sem ég þjáist af, ég er nú búinn að sæta mig við þetta og verð að lifa með þessu og er aðeins byrjaður að kunna á sjálfan mig og hvað það sé sem gerir mig þunglyndan, stress og þreytta er það sem dregur mig mest niður.Ég byrjaði á lyfjunum fyrir tveim vikum og get ég ekki sagt að þau sé að virka að fullu enn þá en þetta hlýtur að fara að koma.
En ástæðan fyrir að ég er að blogga er sú að ég var að lesa grein um föður sem á þroskaheftan son og gerir ansi mikið fyrir hann til að fá hann til að brosa, hleypur maraþon með hann í hjólastól, syndir með hann, hjólaði með hann yfir endilöng Bandaríkinn og ýmislegt í þeim dúr, ég áttaði mig á því við þessa lesningu að það er gott að hafa einhvern að sem stendur við bakið á manni og hvetur mann áfram bæði á góðu stundunum og þeim slæmu fólk sem gefst aldrei upp á manni þó svo að maður geti verið óþarflega leiðinlegur, þrjóskur og stundum skilur það ekkert hvað maður er að gera hérna en heldur samt áfram að hvetja mann. Þetta eru þeir foreldrar mínir Anna Valgerður Hjaltadóttir og Þorkell Sigurbjörnsson, eðal fólk sem ég mæli með að fólk kynni sér ef það hefur ekki gert það fyrir :) Þau eru fyrirmyndir mínar í lífinu og er ég ánægður að þau hafi alið lítla, rauðherða, útstæða eyrna, frekknótta, þrjóska, freka, jafn óþolandi og yndisleg Sindra upp. Ég elska ykkur bæði.

Hér getiði séð þessa grein sem ég var að tala um og séð myndband líka um þá feðga.

þriðjudagur, október 10, 2006

jam það var víst gaman seinasta laugardag ég veit en ekki afhverju við vorum að hlægja ýtið á mig þetta eru félaga mínir hér í Horsens

mánudagur, október 02, 2006

Hver hefur sinn djöfull að draga

Eins og titilinn segir þá hefur maður sinn djöfull að draga.
Árið 2002 fór ég til geðlæknis og var greindur þunglyndur og félagsfælinn, þessi greining kom mér ekki mikið á óvart en það var samt gott að fá þetta á hreint loksins af sérfræðingum. Þetta er að vísu erfitt að skilja fyrir þá sem ekki hafa þurft að glíma við þetta og ætla ég ekki að reyna að útskýra það fyrir þeim. Mig langaði bara að segja ykkur frá þessu sem ég var ekki búinn að segja þetta áður því þetta er fyrir mér ekki feimnis mál og ekki hlutur sem ég skammast mín fyrir því afhverju ætti ég að gera það?

Lyf hef ég ekki tekið seinustu 3 mánuði en ég sé það að þau verð ég að taka til að eiga normalt líf. jam jam jam hafið það gott þanngað til næst og takk fyrir commentin útaf seinust færslu þar sem Sindri þunglyndi var að skrifa og þótti mér vænt um að heyra þetta.

Kv Sindri