þriðjudagur, júní 27, 2006

Eins og köttur á heitri vél

Þá er þessi önn búinn ég náði að kríja fram frí seinasta daginn í valfaginu sem er á fimmtudaginn þannig að ég er kominn í sumarfrí, það er ljúft ég flýg til íslands á fimmtudaginn og verð í Smokingvík yfir helgina og fer svo að vinna hjá Yl mánudaginn 3 júlí það verður ljúft að hætta að sitja fyrir framan tölvuna og fara að taka á því líkamlega (vona að kroppurinn taki því fagnandi ef ekki þá er mér sama nenni ekki að hlusta á hann væla)
jæja ætla mér að fara að taka til hér í hebbanum(herbeginu)og pakka aðeins þar sem ég mun flytja til Horsens þegar ég kem hingað til DíKö(DK) in the fall. Hafið það gott og ef þið viljið fá mig í heimsókn helgina 30 júní til 2 júlí þá endilega pantið tíma hér á síðunni eða hringiði í mig 004527591428 tímar að verða búnir þannig fyrstir koma (hringja) fystir fá.

Jæja verð að segja að ég hlakka gríðalega til að hitta fjölskyldu mína enda hefur hún verið duglega að styðja við bak mitt hér úti


Falleg fjölskylda

fimmtudagur, júní 22, 2006

Tók....

...þessa mynd á bílastæðinu áðan (bý við hliðina á rússum þeir kunna sko handbrögðinn og hvernig maður á að redda sér)

By the way þá er þetta Arne Jacobsen stól sem þarna er notaður til stuðnings þannig að eitthvað eigar þeir af moningum(peningum)

mánudagur, júní 19, 2006

Bombay TV

hehe gríðalega fyndinn skítur sem flýtur hér

sunnudagur, júní 18, 2006

hókus pókus....

... og það varð færsla.
Já ég hef nú ekki mikið að segja, en það er nú hægt að bulla smá.
Ég kláraði prófið 9 júní og náði því, samt ekkert sáttur með einkunn eða sjálft verkefnið, en ég nenni ekki að vera að væla yfir þvi(ég er ekkert að gráta)það er búið og gert og ég er búinn með önn númer 3 og önn númmer 4 bíður spennt eftir mér og ætla ég að spýta í lófana þar og gera mikið (mun) betur en á þeiri þriðju :) er núna í horsens (eða ég er þannig sé heima hjá mér en á virkum dögum á milli 8 og 4 er ég þar í skóla núna) eitthvað valfag í 3 vikur og er ég búinn með þá fyrstu (ertu góður að reikna;) og þá eru tvær eftir. jam jam enn spennandi allt saman hehe.
Var að fá mér meða(miða) til flugs og þar er vél(vá hvað ég er djúpur akkurat núna púff og hana nú)jam og það verður dreginn rauður dregill í gegnum alla leifstöð og til egilsstaða þann 29 júní( já ég skal taka myndir af þessu öllu saman en það eru allir velkomnir í móttökku nefnd þann dato) já og já hvað meira get ég sagt eða logið í ykkur hum..... púff æi ég mann ekkert á engar fyndnar sjóræningja sögur, þannig að ég bið bara að heilsa í beli(bili)

Pís out töss pige barn 2/3 bla bla bla Sendre(sindri)


jam það er svo sannar lega byrjað HM og maður verður að tvina sólar tíma með séða tíma á daginn ;)

þriðjudagur, júní 06, 2006

chernobyl

Það er ekki hægt að segja mikið um þetta.Hér er chernobylí máli og myndum, þetta er rosalegt og mæli ég ekki með að viðkvæmir skoði þetta(hafið hlóð á þessu því það er talað undir)

Við erum heppin að búa á vesturlöndum

Kv Sindri

föstudagur, júní 02, 2006

Hvað varstu að gera seinustu.....

HELGI??????????????????????? nei bara að spurja en Sindri skellti sér til Álagorgar í stemmara dauðans sagði hann mér. Tékk it jam hann fór á karnival í stemmara með Sigurbjörgu frænku sinni og vinarfólki hennar, já lífið leikur svo sannarlega við hvern fingur á Sindra þessa dagana.

Farið í part 1, 2 og 3

Hér eru svo fleiri myndirTékk it. Það er svoldið skemtilegra að skoða þessar því það er teksti fyrir neðan þær

Góða Helgi Einar Ben