Jæja þá er seinasta önninn byrjuð og er það eins og venjulega þegar kapphlaupið byrjar, ég er ekki sá fyrsti af stað en lokaspretturinn er yfirleitt ansi drjúgur. En því verður nú aðeins breytt svo að lokaspretturinn verði ekki eins drjúgur og tíma frekur.
Hér að ofan sjáiði logoið sem ég bjó til handa mér sem sé á "fyrirtækinu mínu" á þessari önni.
Hér að neðan er svo ein mynd af staðnum sem ég er að vinna að.
Sjöunda önninn er þannig að ég fæ tilbúna hugmynd, fékk ég verkefni frá fyrirtækinu þar sem ég var í praktik, og þarf ég síðan að taka hana og vinna hana allt frá öllum útreikningum em sé um burðarþol og hitataps ramma, verkkostnað, og rekstur á á viðhaldi með meiru, svo þarf ég að gera teikningar fyrir mig til að sjá hvort það geti nú verið allt sem á að vera á hinu ýmsum stöðum. Eins og í gólfi hvort hita leiðslur, loftræstingarrör, niðurföll og annað geti verið og hversu mikið pláss þarf ég til að þetta geti nú verið þarna, plús svo að iðnaðarmennirnir geti allir troðið höndunum sínum þarna og unnið.
Skipulagning bæði fyrir mig og líka fyrir alla mismunandi fasa sem teikningar fara í gegnum, plan yfir útboð og hversu langan tíma fyrirtæki sem ætla að bjóða í þetta þufa og hversu mikil tími segir í lögum og reglugerðum. Ég fer ekki í að magntaka allt sem betur fer enda er 7 önninn tvískipt: Hönnunar lína, sem ég er á og framkvæmdar lína sem er í að magntaka og útboðs gerð og lögfræði.
Teikningar handa kommune koma svo í næst seinasta fasa plús að sækla um byggingar leyfi plús öllu því sem yfirvöld vil fá.
Seinasti fasinn er svo Teikningar handa iðnaðarmönnum.
Allt á þetta að vera búið 30 janúar og verð ég þá löggiltur hálviti nei ég meina byggingarfræðingur.
Já eitt í viðbót sem ég þarf að gera og er það ritgerð 30-50 bls og verður hún að vera búinn þann 19 des. Ég ákvað að skrifa um sjálfberahönnun og taka íslensk torfbæinn sem fyrirmynd.
Jæja best að fara að gera eitthvað.