mánudagur, apríl 30, 2012

Axel um Sindra

Hér er langt síðan ég hef skrifað og aldrei að vita nema að maður fari kanski að skrifa hér eitthvað um hann Sindra þar sem honum finnst það gott fyrir sálina hans að ég skrifi niður hvað hefur rekið á daga hans.

laugardagur, október 04, 2008

Minning

miðvikudagur, október 01, 2008

Orð dagsins í tilefni af genginu

FUCK

Annars allt slæmt í fréttum.

föstudagur, september 05, 2008

7 önninn byrjuð

Jæja þá er seinasta önninn byrjuð og er það eins og venjulega þegar kapphlaupið byrjar, ég er ekki sá fyrsti af stað en lokaspretturinn er yfirleitt ansi drjúgur. En því verður nú aðeins breytt svo að lokaspretturinn verði ekki eins drjúgur og tíma frekur.Hér að ofan sjáiði logoið sem ég bjó til handa mér sem sé á "fyrirtækinu mínu" á þessari önni.

Hér að neðan er svo ein mynd af staðnum sem ég er að vinna að.Sjöunda önninn er þannig að ég fæ tilbúna hugmynd, fékk ég verkefni frá fyrirtækinu þar sem ég var í praktik, og þarf ég síðan að taka hana og vinna hana allt frá öllum útreikningum em sé um burðarþol og hitataps ramma, verkkostnað, og rekstur á á viðhaldi með meiru, svo þarf ég að gera teikningar fyrir mig til að sjá hvort það geti nú verið allt sem á að vera á hinu ýmsum stöðum. Eins og í gólfi hvort hita leiðslur, loftræstingarrör, niðurföll og annað geti verið og hversu mikið pláss þarf ég til að þetta geti nú verið þarna, plús svo að iðnaðarmennirnir geti allir troðið höndunum sínum þarna og unnið.
Skipulagning bæði fyrir mig og líka fyrir alla mismunandi fasa sem teikningar fara í gegnum, plan yfir útboð og hversu langan tíma fyrirtæki sem ætla að bjóða í þetta þufa og hversu mikil tími segir í lögum og reglugerðum. Ég fer ekki í að magntaka allt sem betur fer enda er 7 önninn tvískipt: Hönnunar lína, sem ég er á og framkvæmdar lína sem er í að magntaka og útboðs gerð og lögfræði.
Teikningar handa kommune koma svo í næst seinasta fasa plús að sækla um byggingar leyfi plús öllu því sem yfirvöld vil fá.

Seinasti fasinn er svo Teikningar handa iðnaðarmönnum.

Allt á þetta að vera búið 30 janúar og verð ég þá löggiltur hálviti nei ég meina byggingarfræðingur.

Já eitt í viðbót sem ég þarf að gera og er það ritgerð 30-50 bls og verður hún að vera búinn þann 19 des. Ég ákvað að skrifa um sjálfberahönnun og taka íslensk torfbæinn sem fyrirmynd.

Jæja best að fara að gera eitthvað.

miðvikudagur, júlí 09, 2008

SumarbústaðurHér sjáiði Lúxus sumar húsið sem ég er að vinna að þessa daganna og er það líka ástæðan fyrir því að ég fékk áframhaldandi vinnu hér á teiknistofunni hér í sumar.

Húsið er á þremur hæðum, í kjallar er líkamsræktar stöð, á fyrstu hæð eru herbegi og spa og annari eru svo eldhús/stofa eitt herbegi svalir beggja megin heitapottur á annari (svöllinni) pallinum og svo er sauna inni. Þetta er byggt í múrstiens og tré kombi s.s. fyrsta hæð í múrstein og kassinn ofan á í tré og svo sumstaðar á fyrstu hæð á milli glugga kemur tré á milli þeira. Þetta er byggt í sumarbústaðr byggð sem er teingd við gólfvöll og á þessu summarbústaðar svæði er alskonar byggingar lúxushótel 18 holu lúxus gólfvöllur hvað sem það hefur að bera(ætli að það sé ekki þjónn á hverji holu sem er með kaldan bjór? erfitt að segja) það er líka 9 holu völlur minnir mig og bla bla bla. Fullt af lúxus og auðvita speciaial price for you my friend aðeins 102 kameldýr plús báðar hendurnar á þér.

föstudagur, júní 27, 2008

Einhverfur mongoliti

Það er eiginlega þannig sem ég er að fíla mig í þessari praktik, alls ekki það að mér leiðist það er mjög spennandi að vera hér og mörg spennandi verkefni sem maður er að vinna í og fín vinnu móral. En þegar umræðu efnið og annað hér í vinnunni snýst ekki að því sem er verið að gera í verkefninu þá ég gjörsamlega útundan, það er þannig séð ekkert að því fín naflaskoðunn, en ég veit bara voða lítið um allt þjóðfélagið, maður reynir að fylgjast með svo að maður geti nú verið með en nei, ég veit til dæmis ekki hver Hemmi Gunn er eða allt þetta gamla góða sem hefur gerst hér, magga drottning og þeir krónprinsar veit maður jú hverjir og forsetisráðherran en mig langar bara ekkert að vera að tala um það fólk.

Húmor dana er hlutur sem ekki er skiljanlegur, þeir segja mér alltaf að húmorinn sé öfugsnúinn, meint þannig að allt sem þeir segja sé andstæðan við það sem þeir meina. Tökum nú dæmi þar sem ég reyndi á þetta hér í vinnunni, ein morgunnunni hringdi maðurinn við hliðinna á mér í fyrirtæki til að fá einhverjar upplýsingar eitthvað gekk það nú erfiðlega fyrir hann að ná í réttann aðila því næstum því önnur hver settning var “Góðann daginn Thomas Svenson heiti ég frá fyrirtækinu art” sem sé alltaf að kynna sig, ég heyrði þessa setningu 10 sinnum á 5 mínutum, eftir að hann skellir svo á eftir að hafa fengið þær upplýsingar sem honnum vantaði segji ég “ gleymdiru ekki að kynna þig”? svarið sem ég fékk var “nei gleymdi því ekki” og svo hélt hann áfram að vinna. Hvað er málið er ég bara einhverfur mongoliti sem lýt út eins og tré út í horni?

laugardagur, júní 14, 2008

Fótbolti

Strákurinn á fullu í boltanum bæði með Heklunni og líka að fylgjast með í sjónvarpinu.
Fékk Svenna frænda minn til að koma og taka myndir af okkur og þessi hér að neðan úr krafinu.Sindri Þorkelsson