föstudagur, nóvember 24, 2006

Góðan daginn jæja er ekki kominn tími til að blogga eitthvað gamalt og gott og komið nóg af einhverju þunglyndis hjali hjá mér er það ekki þið eruð alla vega búin að fá að vita nóg um það í bili þannig að núna ætla ég að skrifa um hvað ég er að gera í lífinu núna.

Ég hætt í skólanum þar sem ég var ekki að meika neitt í þessu þunglyndi og setti fræga ferða fótinn undir mig sem ég fann í skápnum mínum og dustaði rykið af honum og fór til íslands og er að vinna þar núna en mun ekki láta hann safna miklu ryk þar sem ég ætla að fara aftur í skólan í febrúar, ég er sem sé að vinna á íslandi núna og er að vinna hjá fyrirtæki sem heitir JB Byggingafélag og er að slá upp þar þriggja hæða húsi.
Þar byrjaði einhver nýr maður hjá þeim sem er ansi góður með sig og veit allt og svona alltaf gaman að vinna með svoleiðis fólki þó svo að hann geti stundum farið í mínar fínustu en ég á það til að hlægja svoldið af honum inna á milli t.d. um daginn þá kendi hann mér að nota hamarinn minn hehe já ég þóttist ekkert vita og var rosalega ánægður með það maður hefur nú ekki notað hammar nema síðan maður var fimm ára og búinn að vera með hann við höndina síðan 2002 þannig að það var nú gott að fá loksins kennslu á hann, hann er svona maður að ef maður er að vinna með honum þá hefur hann alltaf rétt fyrir sér og á það til að færa hlutina um 5 sentimetra bara til þess að sýna það að hann hafi alltaf rétt fyrir sér bara fyndið.

Já já, annars bara allt fínt eins og er og ég mun reyna að skrifa eitthvað meira hérna seinna ef ég verð í stuði.