föstudagur, febrúar 24, 2006

Óþolandi

Var að koma úr tíma um lofræstingu í byggingum og hvernig maður á að reikna út stærðir röra og bla bla bla, ykkur gæti nú ekki verið meira sama um það, er það heldur ekki það sem ég ætlaði að tala um þó þetta tengist því mikið. Málið er að var að byrja nýr kennari hér í skólanum, byrjaði hann að kynna sig og var það áhugavert þar sem hann hafði verið í hernum í 10 ár áður en hann ákvað að fara og mennta sig sem byggingafræðing, hafði hann síðan tekið einhverja menntun í stjórnun já ok bla bla bla skiptir heldur ekki máli en samt smá því þetta er maðurinn sem skiptir máli í þessari sögu. Hann hélt nefnilega mjög skemmtilegann fyrirlestur um þessa loftræstingu og ég varð ekkert þreyttur að hlusta á hann og allir hlógu og hann kom líka með mikið af sögum úr raunveruleikanum sem hann hafði lent í og tvinaði þetta allt saman og fær hann 1000 rokk stig fyrir þetta allt saman. Málið er bara að ég gat ekki hlustað á hann allan tíman og það var hlutur sem fór alveg hrikalega í taugarnar á mér og var öskrandi allan tíman á mig þar sem ég reyndi eins mikið að einbeita mérn og hægt var. Maðurinn var virkilega snyrtilegur í alla staði var svo ný rakkaður að hann var eins og barns rass í framann, David Beckham hefði verið öfundsjúkur útí klippinguna, hugo boss skyrtann ný kominn úr hreinsun og vel girt niðrí buxurnar, ljósið geislaði svoleiðis af ný púsuðum lak skónum að þeir sem sáttu fremst sáu ekki neitt, EN guð minn almáttugur(ég tek það fram að ég mun ekkert segja um múhamið hér í þessari færslu,enda heit umræðu efni hér í danmörku nú á dögum) ég hef aldrei séð jafn ljótar buxur, púff, sko ef maður ætlar að taka allann pakkan þá má maður ekki vera í svarthvít röndóttum flauels buxum, það er nú eins og raddíus bræður mundu segja að keyra um á geðveikum svörtum mustang með bleikum sportröndum(nota heilann).

Skólinn er í góðum gír, hópurinn sem ég er í er góður og náum við vel saman og komnir aðeins á undan tímaáætluninni okkar, en það getur breyst á nokkrum dögum.

Þið megið eiga góða helgi.

Kv. Sindri tískulögga

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home