föstudagur, maí 11, 2007

Júgóvision

Eins og sannur íslendingur þá horfði ég á eurovision í gær, en bjóst nú ekki við að Eiki rauði mundi komast áfram. En það er nú alltaf gaman að hlægja af þessu öllu saman og finnst mér það nú gott fyrir þessa keppni að tískubylgja hefur ekkert verið að tröllríða austantjaldslöndunum seinustu áratugi. En þau lönd sem eru eitthvað að reyna halda í einhverja tísku taka Stelpurnar á horninu til fyrirmyndar(ef þið skiljið hvað ég meina).

Jæja muniði að kjósa Svíþjóð eða Finland á laugardaginn og ef þið eruð í einhverjum vafa hverjir það eru þá eru þau ekki með sítt að aftan né í snípa síðum fötum.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Góðann daginn

Þá er ég og Dilja flutt úr 18 fermetrum í 68 fermetra hér í Hrossanesi og ekki hægt að segja annað en að við séum and... sátt með það. Íbúðinn að víssu ansi tómleg eins og er en það er alla vega betra að vera í tómlegri 68 fermetra íbúð en troðfullri 18 fermetra íbúð(ef það er þá hægt að kalla það íbúð).
Ég get ekki neitað að ég sé ansi þreyttur þennan morgunninn og ekki er það vegna þess að ég sé búinn að gera útaf við mig í skólanum eða búinn að vera að hreyfa mig á fullu eða vegna fluttninga, ónei, við vorum að fara að sofa í gærkvöldi um 23 leytið, kominn upp í rúm og allt voða næs og rólegt. Hvað ætli hafi þá gerst? Allt í einu þá byrjaði eitthvað að hljóma einhverstaðar úr íbúðinni, ég og Dilja snérum okkur að hvort öðru og hugsuðum hvað í hel... er þetta?. Ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað hljóð úr símanum hennar, s.s. að einhver hefði sett vekjaraklukkuna hennar á að hringja klukkan 23:15, "nei" sagði Dilja, "er þetta ekki lagið ati katti nóva?" hum hugsaði ég "jú það er rétt". Hvaðan í and.. kom þetta hljóð? hljóðið var eins og úr einhverju barnaleikfangi sem hafði verið fallið undir einhverjum fötum í íbúðinni. Ég fór á lappir og rölti um íbúðinna og athuga hvort þetta væri hjá okkur. Ég bjóst nú við að finna þetta einhversstaðar í íbúðinni þar sem félagar mínir höfðu verið hér í heimsókn rétt áður en við fórum í að sofa og eru þeir ansi miklir hrekkjulómar. En nei nei eftirlitið mitt um íbúðinna garf engar vísbendingar um hvaðan þetta kæmi, eða jú þetta var alla vega ekki í íbúðinni hjá okkur. And... hugsaði ég, hvaðann er þetta hljóð að koma? jæja klukkan að slá 24:00 og ég ekki sáttur með þetta því þetta var ekkert að hætta, ég ákvað að tékka út á stigagang og athuga hvort ég mundi heyra hljóðið þar og hvað viti menn, hljóðið var hærra útí stiga gangi. hljóðið kom að neðann ég rölti niður stigann og hljóðið magnaðist þegar ég var kominn á hæðinna fyrir neðann þá heyrði ég greinilega hvaðann þetta kom. Þetta var íbúðinn fyrir neðann og var þetta vekjaraklukka sem var búinn að vera að hringja í klukkutíma. Ég prófaði að hringja bjöllunni en bjóst við að fólkið væri annað hvort fu..ings heyrnalaust eða svoleiðis steindautt því and.. hafi það þetta var ekki skemmtilegast hljóð í heimi og heyrðist greinilega mjög hátt í og úr íbúðinni, það kom einginn til dyra, hel Q#$%% )(/&% hugsaði ég með mér. fór aftur upp. og reyndi að sofna. Einum og hálfum tíma seinna eftir að ati kati nóva lagið byrjaði, kom hel $#$%//("" stóra #%&/(##""#%/()) hangandi "&#$%&/((#$$"" bullandi af #$%&/(/($$%%&#""#$%&&& húseigandinn heim og hljóðið slökknaði. ég vissi ekki að maður gæti verið jafn ánægður fyrir þögninni. Ég held að ég geti sætt mig við flest hljóð t.d. barn að gráta, hrotur, tónlist, feit partý og mökkunar hljóð þegar ég fer að sofa. En ati kati nóva lagið er gjörsamlega hljóð sem ég get ekki sofnað við

jæja best að fara að koma sér í skólann og hvaða lag ætli verði fast í hausnum á mér í dag?