fimmtudagur, maí 04, 2006

Mjá mjá sagði kattlingurinn við smeiðinn...

Það er naumast að maður er dugtig í blogg heiminum þessa daga skrifaði seinast í gær snilldar sögu(hef ég heyrt, var mér sagt)um námskeið sem ég fór á í Beirút um gras slát og uppvöxt ungra bjarna í amason skóginum í perú.

En að allt öðrum sálmum(já ég var nú í fermingar veislu og þar eru sungnir sálmar):

Ég var í Álaborg um helgina í fermingarveislu hjá henni Vordísi frænku minn en hún er (vá kemur löng útskýring með herbegis félaga húsvarðar frænda bróður minns)dóttir Sigurbjargar sem á mömmu að nafni kolbrún(kolla frænka sem lagar allt)og hún á fullt af systkynum og einn þeirra er bróðir hennar og heitir hann Þorkell(já eru einhverjar bjöllur að hringja?) jú jú hann er faðir minns (Sindri Þorkelsson heiti ég og þú ert á réttu heimasíðunni)já en ég mætti til Álaborgar á föstudaginn seinasta sprækur eins og lækur, hvítur eins og skítur(ég meina það var föstudagur þá á maður að vera þunnur ef maður er námsmaður) og svo sannarlega í stuði með guði(enda á leið í fermingu). En jæja ef við settum smá alvöru í þetta þá(hehe já nákvæmlega glætan spætan) þá byrjaði þetta allt með að ég og sigurbjörg frænka og systir hennar Kolbrún(þá líka frænka) ætluðum út að "borða", en málið var að við vorum að fara með Kolbrúnu í surprise Leysergame(held að það sé kallað leysertek der hjemme hvor der er kold)og þegar við mættum þanngað þá var fullt af vinnarfólki hennar Sigurbjargar (tilbúið að deyja) en það var skipt í lið og svo var farið inní 300 fermetra rými með einhverji teknótónlist og reynt að drepa allt sem hreyfðist. Grænna liðið vann(mitt lið) með yfirburðum og náði ég samt að fremmja sjálfsmorð tvisvar(já ekki spurja) svo var farið að éta á sig gat og svo duttu allir á kaktus(eða var það "að síðan duttu allir í það á kaktus"(bar) ég bara þekkji það ekki)Laugardagurinn var rólegur, var bara horft á Fússbolt (ekki verða nefnd neinn úrslit hér Gústi minn) kvöldið var líka rólegt.

Sunnudagur: Ferming Vordísar jam og jæja það var nú meira ruglið ég þurfti nú eitthvað að hjálpa til áður en veislann byrjaði og gerði ég það með bros á vör fyrir hana Sigurbjörgu. En VÁ hvað maturinn var góður hjá henni Þuríði(held ég að hún heiti(kemur ein önnur sagan um herbegis félaga húsvarðar frænda bróður minns)) hún er mamma Vals sem er einmitt fyrrverandi maður Sigurbjargar og þá ef menn eru góðir í reikningi pabbi Vordísar og þá er Þuríður sem sagt amma Vordísar í föður ætt(jæja þetta tók sinn tíma)en aftur af matnum ég átt á mig gat. Matseðillinn var lax og eitthað grænt í forrét, Svín(nei ekki ég, óóó you(hommaleg handahreyfing))og bakaðar pótötur í aðalinn, ís í eftirrétt og svo kaffi, baylies(já ég kann ekki að stafa þetta hel...) KÖKA með bláberjum og einhverju fleira í já hvað á maður að kalla það kaffi rétt?. í miðjum Aðalréttnum var ég sprunginn, var byrjaður að svitna, sjá bláa doppur, bleika fíla og kominn með sting í vinstri hendinna, en ég læt það nú ekkert stoppa mig og hélt áfram að éta eins og ekkert hafi í skorist. Þetta var mögnuð veisla(takk fyrir að bjóða mér Vordís, Sigurbjörg og Valur). Helginn var líka frábær í alla staði

P.s. það var rautt og hvítt borið á borð með matnum(já ég sé það gerast heima á íslandi(jam og jæja og þá líka kindina Einar)) svo stóð Sigurbjörg upp annað slagið og sagði "Nú er reykpása" aha það er einmitt líka alltaf sagt á íslandi(já ef þú vilt deyja ÚR KRABBA)

Sindri kveður ennþá saddur og sæll

P.s.s hér eru myndir úr leysergame og föstudeginum teknar á myndavél Eydísar skviss, svo var ég sjálfur að setja inn myndir á myndasíðuna mínna af fermingunni.

5 Comments:

Blogger Hvar er Axel!!! said...

Biðja allir að heilsa þaðan eða ? he eh

04 maí, 2006 21:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Bleh this sounds like it was fun, Oh well hvenar er planid að láta sjá sig á fróni?

06 maí, 2006 20:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Algjör snilld að sjá þetta Dúddi. Alltaf hrókur alls fagnaðar hvar sem þú ert í veislum. MMMMM KÖKA ha ha ha. Hjalti.

07 maí, 2006 19:16  
Blogger Hvar er Axel!!! said...

Gunni: ég verð búinn í skólanum 30 júní þannig um mánaðarmót júní júlí

Hjalti: Maður gerir sitt besta til að vera ekkert peð ;)

08 maí, 2006 06:18  
Blogger Hvar er Axel!!! said...

Blissaður Óliver Stænn, jam alltaf gaman að fá þig í heimsókn hér alltaf velkominn.
Ég er búinn í skólanum þann 30 júní og kem heim um mánaðarmótin júní-júlí þá. Verðum endilega að hittast í sumar í nokkra kalda á kantinum alltof lengi sem við æsku félagarnir höfum hist og ekki væri vera ef við gætum hóað fleirum saman, annars erum við það skemmtilegir að við getum nú alveg skemmt okkur einir :)

10 maí, 2006 09:07  

Skrifa ummæli

<< Home