fimmtudagur, júní 28, 2007

Góan dag

Þetta blogg mitt er nú alveg að deyja hjá mér.

Það er nú alltaf eitthvað fyindið að gerast hjá mér, ég bara fæ mig ekki í það að koma því hérna inná bloggið, það er bara eins og það sé einhver stífla í mér og bara kem þessu ekki útúr mér.

Ég er búinn að fá vinnu sem smiður á hóteli sem er verið að byggja hér í Hrossanesi þannig að ég verð hér í sumar, þannig að ef einhver vill heilsa uppá mig þá er öllum velkomið að koma í heimsókn og gisting með morgunn mat er ansi ódýr miðað við há sumar ;). Einu staðfestu heimsóknirnar eru tengdó í lok júlí og svo Almar Logi miðjan ágúst, þannig að það er ekki uppbókað, en fyrstir koma fyrstir fá.

Jæja það er nú ekki meira í beli þannig að ég ætla að drífa mig í skólann í valfagið mitt sem er fríhendis teikning og vatnslitunn, og verð ég að segja að ég teiknaði eins og fimm ára strákur en hef nú komist upp í níu ára aldurinn í teikni þroska þannig að það eru ekki nema svona 2000 tímar í viðbót í æfingu og þá verð ég kominn á minn aldur í teikningu :).

Bið að heilsa ykkur og takk fyrir öll komentinn það er alltaf gaman að lesa þau.

P.s. Veðrið er búið að vera ömurlegt hér rigning og aftur rigning seinustu tvær vikur og þannig á þetta víst að halda áfram næstu vikuna, "RASSGAT".

fimmtudagur, júní 14, 2007

Þá er prófið búið og ég ég fékk 9 í því sem er svona 8 á íslenskum mælikvarða, ég er á leið í bekkjar partý núna þannig að ég skrifa meira um þetta síðar.

Sindri hel... sáttur að vera búinn með 4 önnina

fimmtudagur, júní 07, 2007

Gildur limur í ríðingafélagi

Já færeyska er fyndið tungumál fyriri okkur íslendinga fyrirsögnin þýðir sem sé, sum sagt "gildur meðlimur í hestamannafélagi"

Ég er búinn að vera ansi busy seinustu vikur út af skólanum og er svo að fara í próf á næsta fimtudag 14 júní, eða sem sé að fara að verja verkefnið mitt þannig að hópurinn og ég erum að reyna að klára seinustu útreikningana og svo auðvita allar teikningar sem eiga að fylgja. Ég get ekki sagt annað en að ég er ansi stressaður og vildi gjarnann vera að gera mun betur en mér finnst ég vera að gera. En að visu leiti þá finnst mér ég vera sigurvegari því ég hef aldrei lagt jafn mikið á mig í skóla og ég er að gera núna er búinn að vera seinustu tvær vikur í skólanum frá átta á morgnana til svona átta, níu tíu, ellefu og slóg met í gær með að koma heim um tólf. En samt finnst mér ég ekki vera að ná að klára það sem ég á að klára. En ég er að gera mitt besta og meira get ég ekki gert. Er samt búinn að ákveða að á næstu önn munn ég leggja meira á mig og slúta þessu með stæl þetta er bara allt spurning um smá skipulag :)

Svo ofan í þessa törn hérna er eitthvað lítið gult gerpi að sýna sig alltaf hreint og ég bara inni að deyja úr hita. Vona bara að gerpið muni líka vera að sýna sig þegar ég er búinn í prófinu.(maður er svo mikill íslendingur í sér og svo í minn fjölskyldu erum við líka alltaf í brúnku keppni þannig að mamma og Hjalti þetta verður burst þetta sumarið)

Ég hef eiginlega ákveðið að vera hér í DK í sumar sótti um vinnu í gær og eru allar líkur á að ég fái hana. Synir Utzon (Arkitektsins sem teiknaði óperuhúsið í Sydney) eru hér með hótel í bygingu( og ekki get ég sagt að þeir hafi ert hæfileika föður sinns í byggingarlist) og það á að vera búið í september og eru þeir komnir á eftir áætlunn með það. Þannig að miklar líkur eru að ég fái vinnu þar í sumar :)

Jæja ekki meira í bili nema smá sýnishorn af veðrinu næstu fimm daga :)