föstudagur, maí 19, 2006

Í fréttum er þetta helst.

Já það er nú ekki mikið búið að gerast hjá mér að viti þá, seinasta helgi var blaut ef maður á að segja eitthvað um hana.

Fimmtudagur: Sú ákvörðun var tekinn í hóp númer 14(hópurinn sem ég er í í skólanum) að fara heim til mín og spila fótbolta og smá bjór, eitthvað gleymdist fótboltinn og ölið var sötrað hægri vinstri, endaði það ekki betur en að við fórum í Botanisk have(garður hér rétt hjá(samt ekki nágranans)) að hitta nokkra félaga og grilla eitthvað gleymdust grillinn og bara var drukkinn bjór í staðinn(ekki það að ég var eitthvað að kvarta)Soffía Tinna vinkona mín leit við í bjórinn og kom svo með okkur heim til eins félaga okkar. Þar var enginn bjór til staðar og þar sem við vorum búnir að drekka mest allar byrgðirnar í Botanisk have var stefnan tekinn á Statoil(það er sem sé bensín stöð fyrir þá sem ekki eru svo sleipir í því danska sprogi)keyptir voru tveir kassar af bjór (mátti ekki við minna) á dankort(það er sem sé visa kort hér í DK) Peters Vium (strákur sem er með mér í hóp). Bjórinn var kláraður og margt annað líka í vínskápnum, haldið var svo í bæinn og skemmtuninni var haldið áfram fram á morgunn(púff).

Föstudagur: já það má svo með sanni segja að ég var þunnur þegar félagi minn Peter Vium kom inní herbegið mitt að vekja mig kl. 13:08, var hann að ná í berbarinn(fartölva) sinn sem hann skildi eftir daginn áður.
Stefnann hjá mér var svo tekinn í Mine parkinn(garður rétt við sjóinn og fyrir neðan sumarbústað Margrétar(vinkonu minnar)dana drottningar) þar voru nokkrir skólafélagar mínir búnir að (er það hóa eða hófa? sendið mér svarið) sig saman til að spila krikett,grilla og svo sannarlega að drekka bjór(já föstudagurinn var einnhever frídagur heitir "den store bide dag" hverjum er ekki sama, FRÍ) mest var nú drukkið og var svo grillað og svo var stefnan tekinn á híbýli eins félagans til að spila póker :) þar sem var drukkinn meiri bjór með irish Coffe í ívafi (nammi namm) tek það fram að ég kom í 30 króna(danskar) í gróða þetta kvöld og auðvita þurfti að fagna því mað að fara í bæinn (he he allt notað til að komast í bæinn ;) )

Laugardagur: Púff þriðji dagur í drikkju(arg arg púff púff)jam Soffía tinna var búinn að bjóða mér í grill þann daginn, átti hún von á gest,(nei það er ekki nafnið á gestinum) en hún á vinkonu sem er kölluð Addý og er stöd í Köben í læknis námi, hélt Soffía Tinna(stinna) grill með skemmti atriðum og tónlistar atriðum :) en já já ekki endaði það betur(ekki það að ég sé eitthvað að kvarta) með Dj ammi til klukkan 4 um nóttina, og var Dj ammið eins og alltaf endað á shawrma King þvílíkur snildar staður.

Já þetta var stremmbinn helgi en góð hehe jam ekki meira í bili besta að fara að taka á því áður en próf törn byrjar.

Skemmtið ykkur kv. Sindri Þorkelsson

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Frændi góður!
Já sko í fyrsta lagi er það hóa en ekki (hest)hófa og í öðru lagi er það ekki store bide (bit)dagur heldur store bede (bæna)dagur og er það ábyggilega hið argasta guðlast að liggja í drykkju og öðrum löstum þennan dag.
Eins gott þú iðrist og farir með margar Maríubænir svo prófin gangi vel eftir þennan ólifnað!!!!

21 maí, 2006 01:27  
Blogger Hvar er Axel!!! said...

hehe já maríu bænirnar eru á sínum stað sem betur fer hehe

21 maí, 2006 13:58  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þetta var svo sannarlega stíft program þessa helgina, ég er by the way ennþá með sólgleraugun þín, vantar þig þau? ..hehehe... æji dem hvert fór sólin??

23 maí, 2006 08:01  

Skrifa ummæli

<< Home