þriðjudagur, janúar 24, 2006

sýndur lími

Vona að engin sé búinn að reyna að ná í mig síðan á fimmtudag seinasta. En þá gerðist sá merkilegi atburður að ég fór á fyllerí með bekkjarfélögum mínum og týndi símanum, en ég ætlaði nú hvort sem er að fjárfesta í nýjum, en bara ekki búinn að því en þannig að ef eitthvað bráðnauðsynlegt liggur á, dauð kú, eða... flugufótur í súpu þá verði þið bara að bíða með að hringja í ofurhetjuna ykkar ÞVÍ HÚN ER EKKI MEÐ SÍMA(sjitturinn hvað þið eruð gleymin) heyriði ég ætla að njótta frísins og fara að gera ekki neitt.

Kv sjiturinn titturin yfir og úti Sindri Þorkelsson

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já.....

Púha, sjiturinn titturin, maður lifandi, vúbídú, ííhhaaaaaaa, það var lagið og allt það ég er s.s. búinn með verkefnið mitt og búinn að halda kyningu og drengur maður náði bara í átta tölu. Get ekki sagt annað en að ég er gríðalega sáttur með sjálfan mig, lagði mig allan fram og þetta var uppskera erfiðisins. Sérstaklega vegna þess að ég er búinn að vera að vinna 12 til 15 tíma á dag síðan 4 jan(þegar kallinn sem var með mér í hóp hætti) báðar helgarnar búnar að fara undir þetta. Þessi kafli búinn takk fyrir það, þá get ég farið að snú mér að öðru, en núna ætla ég að fara heim og sjá íbúðina mína í dagsbirtu(ekki gerst í tvær vikur) þannig að ég bið bara gríðalega vel að heilsa.

Hver er bestur?

SINDRI

mánudagur, janúar 09, 2006

upptökuleiki

Er svoldið upptekinn á þessari stundu, er að fara í próf á þriðjudag eftir viku þannig að ég mun ekki skrifa mikið þanngað til ef eitthvað.

Sindri

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Gunofason

Ég hef ákveðið að halda formlegan fund með sjálfum mér í tilefni þess að ég er næstum því hættur að sofa á nóttunni(sef mestalagi 4 tíma, hvað er málið?). Ef það er einhver þarna úti með góð ráð við svefnleysi þá má sá hinn sami endilega segja mér það (TAKK TAKK).
Fundurinn verður haldinn með ríkisstjórn Gambíu, en þeir vita einmitt mikið um ferðir dverga og svefnvenjur þeirra. Hlakka ég gríðalega mikið til að hitta þessa tvo tannlausu menn sem er í ríkisstjórnini. Eftir fundinn munum við síðan í viku fylgjast með svefnvenjum hamstra, en þeir sofa einmitt ekki neitt og er ég mjög spenntur að sjá það. Eftir fundinn verður síðan boðið til einar kex köku í boði ríkisstjórnar Gambíu.

Þeir sem vilja hjálpa Gambíu til fornar frægðar geta sent mjólk til líbanon.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

ARRRRRGGGGGGGG

Jæja kominn í netsamband og heim úr fríinu frá Kanarý(segji kanski meira um það seinna)
Ég vill nú ekkert vera að blóta mikið hér en andskotin, helvítis, djöfulls, tussu, rassgat, hóru, tussu drasl, mellu helvíti(ég mæli ekki með að neinn endurtaki þetta)en hel... maðurinn sem var með mér í hóp er búinn að vera veikur í 2 daga og hringdi svo í morgunn og sagðist vera hættur í skólanum(FARÐU Í RASSGAT)ekki nema tvær vikur eftir af þessu verkefni og þanngað til að við eigum að halda kynningu, þetta á alveg eftir að bæta stressið mitt og svefninn(sef tops 3-4 tíma á nóttini vegna stress) ég er ekki í góðu skapi og vonandi átti X-hópfélagi minn ömurleg jól búinn að æla upp úr sér lungun og eigi þetta ár eftir að fara með hann á klepp(góður kall samt). Jæja ætli maður fari ekki bara að gera eitthvað og hætta við að sofa og vinna bara allar nætur drekka bara kaffi og redda sér amfetamínsterum, púff heyrumst

Kv, Sindri svekktur út í heiminn.