fimmtudagur, apríl 27, 2006

Dolph og Wulff med venner.

Já þó mér finnist margir danir leiðinlegir þá finnast þeir sem eru skemmtilegir líka það á líka við íslendinga en samt ekki aðrar þjóðir.

DR er ríkis rekinn sjónvarpstöð eins og RÚV(alla vega enþá ríkis rekinn)en dönum finnst eins og okkur um RÚV að DR sé ansi leiðinleg stöð upp til hópa, en þeir eru svo sniðugir að gera líka DR 2 það væri eins og ef íslendingar myndu gera RÚV 2 og endursýna alla Maður er nefndur þættina á einum dag og alla daga vikuna og bara alltaf. En samt þá er einn snilldar þáttur þarna á Dr 2 sem heitir einmitt Dolph og Wulff med venner. Ég get eiginlega ekki líst þessum þætti ég vældi úr hlátri, því þetta er svoleiðis kúk og piss húmor á sýrðustígi að maður pissar á sig. Eitt klipsið heitir einmitt Rocco om Legoklodser(Rocco um Legoklossa)þetta er spjall þáttur fyrir fullorðna með brúðum og þáttastjórnanda sem er manneskja. Rocco er Dýrið Bjór sem talar ensku og er með kynlíf á heilanum. Hann segir skoðun sína á uppfiningunni legoklosanum og svo segir hann æsku minningu um þegar hann var fermdur. Tékkið á þessu. (það er gott að skilja dönsku líka en eins og ég sagði þá talar Rocco ensku). Kíkið alla vega á þetta og segjiði mér hvort þetta sé rugl eða bara rugl.

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Sá vikulegi

Það er nú búið að vera ansi rólegt hjá mér síðan seinast að ég skrifaði.

Spilaði að vísu fyrsta leikinn með Heklunni á grasi seinasta miðvikudag og unnum við 3-7. Alltaf gaman að vera kominn á grasið maður er eins og belja ný sloppinn úr fjósinu á vorinn.

Helginn var róleg, að vísu var teiti hér á langelandsgade 108 á föstudeginum(nánar tiltekið um kvöldið maður er nú ekki alveg orðin svo harður að taka daginn í þetta) endaði það með bæjarferð til 5 um morgunninn.

Laugardagurinn er nú yfirleitt þynku dagur mikill hjá mér, það var farið og fengið sér að éta og svo leigt videó og þar sá ég eitthvað kærustu par að nálgast þrítugt alveg að deyja úr ást, kyssandi og kjammsandi við það að velja sér nammi "FÁIÐ YKKUR HERBEGI OG DRULLIÐ YKKUR SVO ÚT" langaði mér að segja, ekki langar mér að sjá það vera að skiptast á slefi á meðan ég er í biðröð dauðans með spólu í hendinni, nammi í hinni, ansi óglatt eftir allt þetta átt og hlakkandi til að taka þynnku skituna þegar ég kem heim. Kvöldið var rólegt og var það bara tekið á netinu.

Sunnudagur: já hann var þarna bara.

Mánudagur: skóli einhver vinnuheimsókn í fyrirtækji sem býr til timbur(menn)einingar.
Fyrsta fótboltaæfinginn á grasi um kvöldið, vorum að fá nýtt æfingar svæði sem er ágætis skítur en samt einn galli, það eru 6,5 km. þanngað frá mér og svo ef menn geta lagt saman 6,5 heim aftur, 13 km. sem sé í allt en ég var nú ekki viss hvar þetta var alveg þannig að ætli þetta hafi ekki farið í einhverja 16-17 km. í allt + tveggja tíma æfing. Enda er ég ansi þreyttur og lurkum laminn(eftir heimsóknina í fyrirtækið því þar eru lurkar, en ekki á fótbolta æfingu(VÁ hvað þessi er langsóttur))í dag.

Jæja ég er farinn útí sumarblíðuna hér, sól og 15 gráður :)

Kv Sindri lurkur

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Tíminn líður hratt á gervihnattar öld

Þá eru páskarnir búnir og átti ég nokkuð rólega en samt ekki rólega páska fékk Gústa í heimsókn og það er nú yfirleit ekki mikið um róleg heit hjá okkur, en samt sem áður þá var nú samt ansi rólegt fórum nú bara tvisvar í bæinn á þessum fjórum dögum sem hann var hjá mér, enda er maður byrjaður að eldast(gerist á hverjum degi) og svo var verið að spara peninga(eða hum um orðum aðeins, ég á enga peninga það er það sama og spara hjá mér :) )

Skólinn er svo byrjaður á fullu, það er alltaf erfitt að komast í gírinn eftir 10 daga frí en þetta er nú allt að gerast, erum byrjaðir á öðru verkefni sem tengist nú samt því sem við erum búnir að vera að gera eftir áramót. Kanski að segja að við erum að byrja á nýjum fasa í verkefni vetrarins og eigum að skila því 23 maí.(gaman og ekki gaman að því) Verður mikil skrif (er það finnska eða mennska? og ef það er finnska hvað í and... er það þá?). Það er því miður ekki mín sterkasta hlið og þá sérstaklega á dönsku (en tökum íslenska háttinn á þetta "þetta reddast")

Vill ég nú samt óska henni Lajlu Beekman til hamingju með glæstan árangur í módelfitness keppninni, sem var haldinn 14. apríl síðastliðinn í sjallanum á Akureyri. Náði massa gellan þar 2 sætinu og var á kantinum á verðlauna pallinum með glæstan sigur og 8 punda bikar, ekki slæmt það. Til hamingju Lajla :)


hér eru fleiri myndir

þriðjudagur, apríl 11, 2006

kynþátta hatur

Jæja ég er búinn að eignast nýja hetju, maður að nafni Johnny Rebel. Alltaf gaman heyra í manni sem á meira bátt en maður sjálfur. En fyrir þá sem ekki vita hver maðurinn er (hann er alla vega ekki the vollyball player) þá er þetta tónlista maður sem samdi mest megnist af sinni tónlist ´50 -´60 þegar blöku menn í bandaríkjnum voru að berjast fyrir sömu réttundum og hvíta fólkið. Johnny Rebel var ekki sáttur með lífið á þeim tíma og samdi hann lög eins og "ships those niggers back", "Alabama nigger" og "leroy the big lepped nigger". Ég er samt ekki kynþátta hatari alls ekki megið ekki missskilja mig, maðurinn Johnny Rebel er bara dæmi um hvað maður getur átt bátt og reynt að setja sök vandamálana á aðra en sig sjálfan. Þetta white power dæmi er því líkt rugl, var ég einmitt að horfa á myndinna Crash í gær og fjallar hún einmitt um mismunandi kynþætti í Los Angeles og hvernig fólk getur dæmt fólk út frá lit hörundar.
Farið inná radioblogclub.com og hlustið á nokkur lög þurfið ekki að download-a maður hlusta á í gegnum netið, þetta er þvílík ruglið og maðurinn er ekkert smá þraungsýnn.

P.s. þið megið alls ekki misskilja þessa færslu, ég er ekki að meina það að þetta sé nýja hetjan mínn maðurinn er hálviti

laugardagur, apríl 08, 2006

Partý

Drengur sem kom í partýið hjá mér í gær, það er bara ekki hægt að henda svona mönnum út. Er það?

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Hróarskelda



Jæja þá hafa góðir,ungir, fallegir og snar fyndnir drengir/ur(maður) stofnað bloggsíðu um austfirsk ungmenni á leið á hróarskeldu 2006 endilega kikiði á þetta

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Getraun

Jæja hérna er ein önnur getraun og hún er til Berglindar. Hvar er þetta? Og ef vafi liggur á því, í hvaða blaði birtist hún þá? ;)